Algjörlega Fyrirgefin

Efesus 1:7-8
Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi.

Sumir Kristnir trúa því, þótt þeir hafi fyrirgefningu fyrir syndir sínar, þá eru þeir ekki lausir við refsinguna sem fylgir syndinni. Í öðrum orðum þá vænta þeir refsingar frá Guði fyrir mistök sín í lífinu.
Það er ekki fagnaðarerindið að kenna að refsa fyrir syndir sem Guð hefur nú þegar refsað fyrir eða er Guð ekki heilagur?


Ég vil að þið vitið að það er Guð, sem er sá eini sem getur algjörlega full þakkað og skilið blóð sonar síns og meira en það Guð Faðir er algjörlega sáttur við fórn sonar síns, hann er í algjörri hvíld í hjarta sínu gagnvart syndum þínum í dag, hver sem þú ert og hvað sem þú ert búinn að gera. Þess vegna er Hann ekki á móti þér, jafnvel þótt þú fallir og klikkir. Hann er alls ekki á eftir þér til þess að refsa þér fyrir syndir þínar. Nei, Hann elskar þig, Hann er allur fyrir þig og vill hjálpa þér að ganga í sigri í þessu lífi.
Í gamla testamentinu, var blóð hafra og lamba bara tímabundin lausn fyrir syndir þeirra, það blóð fjarlægði ekki syndirnar heldur huldi þær bara í 1 ár. (Heb 10:4).

Blóð Jesús Krists er ekki eins og blóð dýranna sem var fórnað í þá daga! Fyrir eina fórn af eilífðar blóði Sonar Guðs, þá hefur hann fjarlægt eða útrýmt allri synd. (Sálm 103:12) Þetta blóð hefur hreinsað þig af öllu óréttlæti! ( Jóh 1:9) (Síðan segir hann: Ég mun aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota. (Heb 10:17)


Ef Guð ætlar aldrei að minnast synda þinna aftur, afhverju ætti hann að refsa þér fyrir þær?


"fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans". Vegna þess að verk Jesús er fullkomið, allar ykkar syndir hafa verið algjörlega og fullkomlega fyrirgefnar. Og að vera algjörlega fyrirgefin þýðir líka það að refsingin getur ekki fallið á ykkur, því hún hefur nú þegar lent á Kristi Jesús á krossinum. (Jes53:5)

Guð getur ekki refsað sömu synd tvisvar.
Ekki halda í eitt augnablik að Guð sé að refsa ykkur vegna þess að það gengur ekki allt upp eða þið eruð búinn að lenda illa í því. Horfið á Krossinn og vitið að allar ykkar syndir eru fyrirgefnar og það er búið að refsa Jesús fyrir syndir heimsins. Trúið að Guð vill ykkur vel. Kristur sagði þegar einhver bað Hann um lækningu, Meistari, viltu lækna mig, Jesús svaraði, Ég vil, verð heill.


Í dag vill Jesús lækna þig og hann vill vera Guð þinn, vinur þinn og lausnari þinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefan

Höfundur

Stefan
Stefan
Ég starfa sem kaupmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband