Fimmtudagur, 5. nóvember 2015
Friður Guðs
Fil 4:6-7.
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum, fjárhagslegum, líkamlegum eða andlegum, er venjan að við látum erfiðleikana hafa áhrif á okkur á einhverskonar hátt. Guð vill samt ekki að við bregðumst þannig við. Hann vill ekki að við séum hugsjúk um neitt. Hvert sem vandamálið kann að vera þá vill Drottinn að við förum með vandamálið til Hans í gegnum bæn og beiðni, segjum Honum hvað við þurfum og svo þakka honum fyrir það. Þegar við gerum þetta mun friður Hans sem er æðri öllum skilningi verja okkur frá því að vera hugsjúk, áhyggjufull, stressuð eða ótta.
Það er svo auðvelt að segja, vertu ekki hugsjúkur um neitt. Reyndu að búa með manninum mínum í einn dag. Reyndu að ná aga á unglingnum mínum. Sjáðu banka stöðuna hjá mér, hvernig get ég ekki verið áhyggjufull?
Bíddu við! Það var ekki ég sem sagði, 'vertu ekki hugsjúkur um neitt.' Páll póstuli sagði það, samt var það ekki hann - hann var knúinn af Heilögum Anda. Og þegar Páll skrifaði þetta var hann fangi í Róm. Hann hafði verið sendur til Rómar vegna þess að hann vildi reina að verjast ásökum gyðinganna frammi fyrir Keisara Rómar, því hann átti yfir höfði sér dauða refsingu. Gyðingarnir í Jerusalem vildu hann dauðann. (post 28:16-20)
Samt undir þessum kringumstæðum, skrifar hann þessi orð. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.
Hvað sem gerir ykkur hugsjúk eða áhyggjufull sama hvað það er, munið þessi orð. Segjum að þú sért hugsjúkur því þú skuldar helling af pening. Farðu til Guðs í bæn. Drottinn Jesús, ég vil ekki lengur vera hugsjúkur og áhyggjufullur yfir þessu vandamáli, ég leg það í þínar hendur og bið um ofurnátturulega hjálp við skuldinni minni, hvort sem ég fæ pening eða hún fellur niður, Núna. þetta er í þínum höndum núna, Þú ert við stjórn. Ég þakka þér fyrir að ganga frá þessu fyrir mig.
Guð heirðar sitt orð, Hann er ekki eins og við. Þegar þú biður þessa bæn og kastar áhyggjum þínum yfir á Hann, þá munt þú finna fyrir frið sem mun búa um sig í hjarta þínu og hugur þinn mun róast. Svo vertu ekki hugsjúk um neitt. Láttu Þann sem getur gert alla hluti og ekkert er ómögulegt fyrir sjá um þín vandamál.
Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.
Um bloggið
Stefan
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.