1 korintubréf 6

Mig langaði að tala smá um 1 kor 6 kafla. En áður en ég byrja á 6 kaflanum má ég til með að fara smá í 5 kaflann. Kafli 5 byrjar á því að Páll áminnir söfnuðinn vegna þess að það er maður sem er að sofa hjá konu pabba síns. Allavega ekki cool, hann segir þeim að söfnuðurinn eigi að vísa þessum manni á dyr svo að hann spilli ekki meira fyrir og þannig að hann frelsist við komu Drottins Jesús.

Já þessi einstaklingur missti ekki frelsun sína jafnvel þótt hann hafði misst alla stjórn á limum sínum og óð dýpra í vitleysuna en við flest sem lesum þetta. Síðan talar Páll um að við eigum ekki að slíta okkur frá saurlífsmönnum þessa heims, það er vitleysa heldur frá bræðrum og systrum sem neita að ganga í sannleikanum.

"En nú rita ég ykkur að þið skuluð ekki umgangast nokkurn þann er nefnir sig bróður en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkandi eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þið skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni."

6 kafli byrjar þannig að Páll setur útá söfnuðinn og spyr hvort það sé engin vitur á meðal þeirra, vita þeir ekki að þeir eiga að dæma engla, hví geta þeir ekki dæmt um mál innan safnaðarins?

"Annars er það nú yfirleitt galli á yður, að þér eigið í málaferlum hver við annan. Hví líðið þér ekki heldur órétt? Hví látið þér ekki heldur hafa af yður?8Í stað þess hafið þér rangsleitni í frammi og hafið af öðrum og það af bræðrum!9Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, 10þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa."

Kristna fólkið í Kórinntu voru að drýgja sömu ranglætis verk og þeir sem ranglátir voru en svo segir Páll þið eruð ekki ranglát heldur réttlætt fyrir nafn Drottins Jesús.
"Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs."

Ef Guð hefur gert þig réttlátan þá getur verk þitt ekki gert þig ranglátan. Þú getur lifað og farið á mis við fagnaðarerindið allt þitt líf, en Guð er samt trúfastur.
"Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér."

Jafnvel þótt þú fallir og missir trú á öllu, þá missir Guð þig ekki ef þú hefur tekið á móti Jesús inní líf þitt. Það er ekkert sem við getum gert sem gerir okkur viðskilja við kærleika Guðs sem birtist í Jesús Kristi.

Það að nota þennan kafla til þess að dæma þá sem fyrir utan eru, er ranglætis verk af hálfu kristins manns.

Páll heldur svo áfram og hvetur bræður sína til þess að syndga ekki á móti líkama sínum með því að lifa í saurlifnaði heldur lifa fyrir Drottinn Jesús sem gaf okkur lífið sitt.

"Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. 20Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar"

En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls.
22Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur:
23Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,
24og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.
25Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir,

Því miður er ekkert lögmál með fagnaðaerindinu, nema þá lögmál trúarinnar. Eina sem þú þarft að gera til að eignast eilíft líf er að trúa á Jesús Krist. Það er þessi trú sem mun vekja þig til góðra verka sem Guð hefur fyrirbúið fyrir þig til þess að ganga inní. Ekki vera upptekinn af verkum þínum, vertu upptekinn af Drottni Jesú Kristi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefan

Höfundur

Stefan
Stefan
Ég starfa sem kaupmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband