Lögmálið afl syndarinnar

Eða vitið þið ekki að við öll, sem skírð erum til Krists Jesú, erum skírð til dauða hans? Við erum því dáin og greftruð með honum í skírninni. Og eins og faðirinn vakti Krist frá dauðum með dýrðarmætti sínum, eins eigum við að lifa nýju lífi.

Nýja lífið er ekki meðvitað um synd heldur réttlæti Krists. 

 

Fyrst við erum samgróin honum með því að deyja líkt og hann eigum við einnig að vera samgróin honum með því að rísa upp líkt og hann. Við vitum að okkar gamli maður dó með honum á krossi til þess að líkami syndarinnar yrði að engu og við værum aldrei framar þrælar syndarinnar. Dauður maður er leystur frá syndinni.



Ritningin talar um að lögmálið sé afl syndarinnar. En ef við erum leyst undan syndinni, það er lögmálið sem vekur upp syndina innra með okkur orðið afllaust vegna þess að við lifum nýju lífi í nýjum sáttmála. Lögmálinu var ýtt til hliðar og trú og náð kom. Nú erum við undir náð ekki lögmálinu / boðorðunum 10.

 

Jesaía talar um að hann Drottinn mun hrósa sigri yfir dauðanum fyrir fullt og allt og við munum fagna í frelsun Hans og Drottinn mun taka burt skömm okkar og lækna okkur. Það er talað um sáttmála eins og Abraham hafði við Guð.

 

Það var ekki vegna hlýðni við lögmálið að Abraham og niðjar hans fengu fyrirheitið um að erfa heiminn heldur vegna þeirrar trúar sem réttlætir. Ef erfingjar hans eru þeir einir sem lögmálið halda er sú trú gerð að engu og fyrirheitið verður marklaust. Því lögmálið vekur reiði en þar sem ekkert lögmál er þar eru ekki heldur lögmálsbrot.
Því er fyrirheitið bundið við trúna að það er gefið af náð og á að gilda fyrir alla niðja Abrahams, ekki fyrir þá eina sem hafa lögmálið heldur og fyrir þá sem trúa á Guð á sama hátt og hann.
Trúa án lögmáls.

 

Ef þú ert barn Guðs og trúir að Jesús hafi dáið fyrir syndir þínar, þá ertu frjáls undan syndinni og gamla lífinu og getur verið fullviss um að Guð elskar þig og hefur gleymt og fyrirgefið allar þínar syndir. Hann dæmdi allar þínar syndir í Jesús og þar sem Guð er réttlátur og heilagur getur hann ekki dæmt sömu synd tvisvar. Hann hefur fætt eilífðina innra með okkur, nú göngum við á sannleikanum, tölum út guðlega eðlið sem hann gaf okkur. Hann tók á sig veikindi okkar og syndir, það er lækning, styrkur, hamingja, gleði, blessun og í samfélaginu við Guð Föður í Kristi Jesús.
Í dag segir Guð, ég vil lækna þig, hjálpa þér, sjá fyrir þér, Hann fer fyrir þér í óslitinni sigurför. Við verðum að trúa að Guð sé gefandi Guð annars er vonlaust að trúa á hann.

 

Því meira sem við sjáum Jesús sem þann dýrðar Drottinn sem hann er því meira mun hann breyta okkar og gefa okkur fleiri verk til að gang í. :) Rétt trú býr til rétt verk. Við eigum ekki að horfa á boðorðin og reyna að fylgja þeim, Jesús tók á sig hverja einustu kröfu sem lögmálið hafði á líkama sinn til þess að við gætum lifað nýja lífinu sem Hann dó til að gefa okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefan

Höfundur

Stefan
Stefan
Ég starfa sem kaupmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband