Föstudagur, 30. október 2015
Er lögmálið handa þeim sem trúa?
Það er spurning sem ég fæ reglulega.
Spurningin er, Hversvegna segir þú að lögmálið sé ekki í gyldi ef Kristur sagði sjálfur í Matteus 5:17 að lögmálið fellur aldrei úr gyldi.
" Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
Mat 5:18 Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram".
Svar: Kristur kom ekki til að afnema lögmálið heldur uppfylla það. Það er fullkomnað hrópaði Kristur á Krossinum. Hvað er fullkomnað? Lögmálið, Hann fullkomnaði það, Hann uppfyllti hverja þá kröfu sem lögmálið bað um. Það var ekki fyrr en allt var fullkomnað að lögmálinu var ýtt til hliðar og trú og náð kom fyrir Jesús Krist. Við megum ekki gleyma að lesa seinustu setninguna, "uns allt er komið fram". Ef þú trúir á Krist, ekki gera lítið úr verki Hans með því að reina að réttlæta sjálfan þig með eigin bænum og verkum.
Sumir segja við mig, hvað með alla spádómana sem eru ekki komnir fram varðandi t.d. enda tímana? Ef Kristur uppfyllti ekki lögmálið þarft þú að verða mjög upptekinn mjög fljótt og læra hans boð og bönn mjög vel. Í hvernig fötum gengur þú í, vertu viss um að það sé engin ull eða eithvað efni sem þú mátt ekki nota til klæðnaðar, það yrði kannski best að kveikja í fatarskápnum þannig bölvunin komi ekki yfir þig og þitt hús. Hvað ertu að borða, þú mátt ekki borða allt sem þig langar í og margt fleira, þú verður að halda hvert einasta atriði, því þú munt verða að svara fyrir hin minnstu lögmálsbrot. Það er ekki hægt að velja þau boð sem þig líkar vel við og sleppa hinum.
Margir þeir sem fylgja lögmálinu og trúa einhvern veiginn líka á Jesús Krist segja, að við sem trúum á Jesús og tölum djarflega um náð Guðs verðum að óttast Hann meira. Margir halda að óttast Guð sé að fylgja boðorðunum 10. Davið sem var með hjarta eftir Guði og óttaðist Hann, fékk ekki óttan við Guð vegna boðorðana heldur vegna fyrirgefningarinnar.
"Psa 130:3 Ef þú, Drottinn, gæfir gætur að misgjörðum, Drottinn, hver fengi þá staðist?
Psa 130:4 En hjá þér er fyrirgefning, svo að menn óttist þig".
Guð er ekki að horfa á misgjörðir okkar eins og við höldum oft. Hver gæti staðist ef Guð einbeitti sér að því að spotta allar okkar syndir. Við fengjum aldrei að réttlætast.
En Hann kaus að gefa okkur réttlæti fyrir trú á Jesús Krist. Ef þú tekur á móti fyrirgefningu Guðs þá er Hann búinn að fyrirgefa allar þínar syndir frá fyrstu til þeirra seinustu sem þú drýgir fyrir svefninn góða. Þegar þú trúir því, þá færðu ótta Guðs og skilning á verki Hans á krossinum.
Þegar þú dæmir sjálfan þig, þá ertu að krossfesta Krist í annað sinn, Hann var dæmdur fyrir vorar misgjörðir. Þegar þú drýgir synd sjáðu Krist þá á krossinum og vertu viss um að Guð er búinn að refsa þessari synd í syni sínum. Kristur keypti oss undan bölvun lögmálsins með því að verða bölvun fyrir okkur. Trúum góðu fréttunum um Jesús. Hans boð er að trúa Hans verki. Verk Guðs er að Trúa á Hann sem Guð Faðir sendi, Jesús Krist.
Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Ef þú játar með munni þínum að Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið Hann frá dauðum muntu hólpin verða. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú hefur gert, Guð elskar þig í Dag.
Um bloggið
Stefan
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.