Færsluflokkur: Trúmál

Guð þinn

Í dimmu dölunum er Hann einnig Guð þinn.

1 kon 20:23
" Menn Sýrlandskonungs sögðu við hann: "Guð Ísraelsmanna er fjallaguð, þess vegna urðu þeir oss yfirsterkari, en ef vér mættum berjast við þá á jafnsléttu, mundum vér vissulega vinna sigur á þeim."

Í fyrri konungabók 20, lesum við að Sýrland býður ósigur gegn Ísrael. Þá segja ráðgjafar konungs að ástæðan fyrir ósigri þeirra væri sú að þeir börðust á hæðunum. Þeir sögðu, Guð þeirra berst á hæðunum, þess vegna skulum vér og mæta þeim á sléttunum, þar mun Guð þeirra ekki aðstoða þá og Sýrlendingar vinna sigur.

Heimskuleg ráð ekki satt! Þeir héldu að Guð Ísraels hjálpaði þeim bara í hæðunum og fjöllunum en ekki á sléttunum eða í dölunum.

Í dag eru fjöllin táknmynd uppá góðu tímana í okkar lífum og dalirnir eru táknmynd uppá slæmu og erfiðu tímana. Sumir halda að Guð sé bara hjá okkur þegar okkur gengur vel en ekki þegar sækir á gegn okkur. Sumir upplifa að þeir séu algjörlga einir í dölunum og sérstaklega þegar fer að dimma.

Eitt skuluð þér vita, Guð er Guð fjallana en Hann er líka Guð dalanna

Guð Sonurinn lagði til niður kóronu dýrðarinnar, himnesku hátignina og kom niður í dalinn okkar, steig inní mennskan líkama sem lítið barn. Hann kom niður til okkar með þeim tilgangi að deyja á krossinum fyrir syndir okkar, svo að Hann gæti lyft okkur upp til þess sem Guð Faðir hefur fyrir okkur við hægri hönd sína. Jesús kom niður til okkar til þess að klæða okkur dýrð og heiðri og kyrtli réttlætisins og gera okkur að brúði sinni. Það er náð Guðs, að Hann kom niður í dalinn okkar og bjargar okkur.

Hvað sem gengur á í lífum ykkar í dag, vitið Guð er með ykkur í ykkar dal. Hann heldur ykkur í faðmi sér og heldur á ykkur í gegnum dalinn. Sigurinn er nú þegar ykkar. Alveg eins og hjá Ísraelum þegar þeir sigruðu á sléttunum (1 kon 20:28-29). Eins munuð þið bera sigur í erfiðleikum ykkar, því Guð er Guð þinn sama í hvaða dal þú finnur þig í¨!


Algjörlega Fyrirgefin

Efesus 1:7-8
Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi.

Sumir Kristnir trúa því, þótt þeir hafi fyrirgefningu fyrir syndir sínar, þá eru þeir ekki lausir við refsinguna sem fylgir syndinni. Í öðrum orðum þá vænta þeir refsingar frá Guði fyrir mistök sín í lífinu.
Það er ekki fagnaðarerindið að kenna að refsa fyrir syndir sem Guð hefur nú þegar refsað fyrir eða er Guð ekki heilagur?


Ég vil að þið vitið að það er Guð, sem er sá eini sem getur algjörlega full þakkað og skilið blóð sonar síns og meira en það Guð Faðir er algjörlega sáttur við fórn sonar síns, hann er í algjörri hvíld í hjarta sínu gagnvart syndum þínum í dag, hver sem þú ert og hvað sem þú ert búinn að gera. Þess vegna er Hann ekki á móti þér, jafnvel þótt þú fallir og klikkir. Hann er alls ekki á eftir þér til þess að refsa þér fyrir syndir þínar. Nei, Hann elskar þig, Hann er allur fyrir þig og vill hjálpa þér að ganga í sigri í þessu lífi.
Í gamla testamentinu, var blóð hafra og lamba bara tímabundin lausn fyrir syndir þeirra, það blóð fjarlægði ekki syndirnar heldur huldi þær bara í 1 ár. (Heb 10:4).

Blóð Jesús Krists er ekki eins og blóð dýranna sem var fórnað í þá daga! Fyrir eina fórn af eilífðar blóði Sonar Guðs, þá hefur hann fjarlægt eða útrýmt allri synd. (Sálm 103:12) Þetta blóð hefur hreinsað þig af öllu óréttlæti! ( Jóh 1:9) (Síðan segir hann: Ég mun aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota. (Heb 10:17)


Ef Guð ætlar aldrei að minnast synda þinna aftur, afhverju ætti hann að refsa þér fyrir þær?


"fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans". Vegna þess að verk Jesús er fullkomið, allar ykkar syndir hafa verið algjörlega og fullkomlega fyrirgefnar. Og að vera algjörlega fyrirgefin þýðir líka það að refsingin getur ekki fallið á ykkur, því hún hefur nú þegar lent á Kristi Jesús á krossinum. (Jes53:5)

Guð getur ekki refsað sömu synd tvisvar.
Ekki halda í eitt augnablik að Guð sé að refsa ykkur vegna þess að það gengur ekki allt upp eða þið eruð búinn að lenda illa í því. Horfið á Krossinn og vitið að allar ykkar syndir eru fyrirgefnar og það er búið að refsa Jesús fyrir syndir heimsins. Trúið að Guð vill ykkur vel. Kristur sagði þegar einhver bað Hann um lækningu, Meistari, viltu lækna mig, Jesús svaraði, Ég vil, verð heill.


Í dag vill Jesús lækna þig og hann vill vera Guð þinn, vinur þinn og lausnari þinn. 


Friður Guðs

Fil 4:6-7.
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.


Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum, fjárhagslegum, líkamlegum eða andlegum, er venjan að við látum erfiðleikana hafa áhrif á okkur á einhverskonar hátt. Guð vill samt ekki að við bregðumst þannig við. Hann vill ekki að við séum hugsjúk um neitt. Hvert sem vandamálið kann að vera þá vill Drottinn að við förum með vandamálið til Hans í gegnum bæn og beiðni, segjum Honum hvað við þurfum og svo þakka honum fyrir það.  Þegar við gerum þetta mun friður Hans sem er æðri öllum skilningi verja okkur frá því að vera hugsjúk, áhyggjufull, stressuð eða ótta.


Það er svo auðvelt að segja, vertu ekki hugsjúkur um neitt. Reyndu að búa með manninum mínum í einn dag. Reyndu að ná aga á unglingnum mínum. Sjáðu banka stöðuna hjá mér, hvernig get ég ekki verið áhyggjufull?


Bíddu við! Það var ekki ég sem sagði, 'vertu ekki hugsjúkur um neitt.' Páll póstuli sagði það, samt var það ekki hann - hann var knúinn af Heilögum Anda. Og þegar Páll skrifaði þetta var hann fangi í Róm. Hann hafði verið sendur til Rómar vegna þess að hann vildi reina að verjast ásökum gyðinganna frammi fyrir Keisara Rómar, því hann átti yfir höfði sér dauða refsingu. Gyðingarnir í Jerusalem vildu hann dauðann. (post 28:16-20)
Samt undir þessum kringumstæðum, skrifar hann þessi orð. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.


Hvað sem gerir ykkur hugsjúk eða áhyggjufull sama hvað það er, munið þessi orð. Segjum að þú sért hugsjúkur því þú skuldar helling af pening. Farðu til Guðs í bæn. Drottinn Jesús, ég vil ekki lengur vera hugsjúkur og áhyggjufullur yfir þessu vandamáli, ég leg það í þínar hendur og bið um ofurnátturulega hjálp við skuldinni minni, hvort sem ég fæ pening eða hún fellur niður, Núna. þetta er í þínum höndum núna, Þú ert við stjórn. Ég þakka þér fyrir að ganga frá þessu fyrir mig.


Guð heirðar sitt orð, Hann er ekki eins og við. Þegar þú biður þessa bæn og kastar áhyggjum þínum yfir á Hann, þá munt þú finna fyrir frið sem mun búa um sig í hjarta þínu og hugur þinn mun róast. Svo vertu ekki hugsjúk um neitt. Láttu Þann sem getur gert alla hluti og ekkert er ómögulegt fyrir  sjá um þín vandamál. 

Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.


1 korintubréf 6

Mig langaði að tala smá um 1 kor 6 kafla. En áður en ég byrja á 6 kaflanum má ég til með að fara smá í 5 kaflann. Kafli 5 byrjar á því að Páll áminnir söfnuðinn vegna þess að það er maður sem er að sofa hjá konu pabba síns. Allavega ekki cool, hann segir þeim að söfnuðurinn eigi að vísa þessum manni á dyr svo að hann spilli ekki meira fyrir og þannig að hann frelsist við komu Drottins Jesús.

Já þessi einstaklingur missti ekki frelsun sína jafnvel þótt hann hafði misst alla stjórn á limum sínum og óð dýpra í vitleysuna en við flest sem lesum þetta. Síðan talar Páll um að við eigum ekki að slíta okkur frá saurlífsmönnum þessa heims, það er vitleysa heldur frá bræðrum og systrum sem neita að ganga í sannleikanum.

"En nú rita ég ykkur að þið skuluð ekki umgangast nokkurn þann er nefnir sig bróður en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkandi eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þið skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni."

6 kafli byrjar þannig að Páll setur útá söfnuðinn og spyr hvort það sé engin vitur á meðal þeirra, vita þeir ekki að þeir eiga að dæma engla, hví geta þeir ekki dæmt um mál innan safnaðarins?

"Annars er það nú yfirleitt galli á yður, að þér eigið í málaferlum hver við annan. Hví líðið þér ekki heldur órétt? Hví látið þér ekki heldur hafa af yður?8Í stað þess hafið þér rangsleitni í frammi og hafið af öðrum og það af bræðrum!9Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, 10þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa."

Kristna fólkið í Kórinntu voru að drýgja sömu ranglætis verk og þeir sem ranglátir voru en svo segir Páll þið eruð ekki ranglát heldur réttlætt fyrir nafn Drottins Jesús.
"Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs."

Ef Guð hefur gert þig réttlátan þá getur verk þitt ekki gert þig ranglátan. Þú getur lifað og farið á mis við fagnaðarerindið allt þitt líf, en Guð er samt trúfastur.
"Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér."

Jafnvel þótt þú fallir og missir trú á öllu, þá missir Guð þig ekki ef þú hefur tekið á móti Jesús inní líf þitt. Það er ekkert sem við getum gert sem gerir okkur viðskilja við kærleika Guðs sem birtist í Jesús Kristi.

Það að nota þennan kafla til þess að dæma þá sem fyrir utan eru, er ranglætis verk af hálfu kristins manns.

Páll heldur svo áfram og hvetur bræður sína til þess að syndga ekki á móti líkama sínum með því að lifa í saurlifnaði heldur lifa fyrir Drottinn Jesús sem gaf okkur lífið sitt.

"Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. 20Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar"

En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls.
22Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur:
23Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,
24og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.
25Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir,

Því miður er ekkert lögmál með fagnaðaerindinu, nema þá lögmál trúarinnar. Eina sem þú þarft að gera til að eignast eilíft líf er að trúa á Jesús Krist. Það er þessi trú sem mun vekja þig til góðra verka sem Guð hefur fyrirbúið fyrir þig til þess að ganga inní. Ekki vera upptekinn af verkum þínum, vertu upptekinn af Drottni Jesú Kristi.


Lærisveinninn sem Jesús elskaði

Það var einn af lærisveinum Jesús sem skar sig frá hinum, hann hafði aðeins öðruvísi hugarfar en hinir. Lærisveinninn sem Jesús elskaði kallar hann sjálfan sig. Ég er að tala um Jóhannes sem var einn af þeim 12 sem fylgdu Jesús.

Afhverju kallaði hann sig lærisveinninn sem Jesús elskar? Vissuð þið að af öllum þeim 12 sem voru Jesús næstir Jesús var aðeins 1 lærisveinn sem vék ekki frá honum þegar á krossinn kom. Meira að segja Pétur afneitar honum 3 sinnum. Markús hleypur nakinn í burtu frá honum þegar verðirnir koma og handsama hann og hinir 9 fela sig.

Jóhannes vissi að ást hans Jesús á honum sjálfum var mun mikilvægari en hans ást á Jesú Kristi. Það var ást Jesús á Jóhannesi sem gaf honum styrkinn og getuna til að fylgja Jesús alveg fram á dauðann.

Það er okkar ást á Guði sem kann að klikka en Hann er ávalt og alltaf trúfastur við orð sín í nýja sáttmálanum. Ef við fyllumst af þeim sannleika að Jesús elskar okkur þá sjálfkrafa förum við útfrá hans ást að elska hann og fólk í kringum okkur. Það er fyrirgefning hans sem kennir okkur að lofa Guð, fyrirgefa öðrum og frelsar okkur undan öllum kröfum sem herja á anda, sál og líkama okkar.

Vertu upptekinn af því sem Guð Faðir hefur gert fyrir þig, Heilagur Andi vitnar alltaf um réttlæti Jesús Krist og fullkomnað verk Hans en aldrei um syndir okkar.


Lögmálið afl syndarinnar

Eða vitið þið ekki að við öll, sem skírð erum til Krists Jesú, erum skírð til dauða hans? Við erum því dáin og greftruð með honum í skírninni. Og eins og faðirinn vakti Krist frá dauðum með dýrðarmætti sínum, eins eigum við að lifa nýju lífi.

Nýja lífið er ekki meðvitað um synd heldur réttlæti Krists. 

 

Fyrst við erum samgróin honum með því að deyja líkt og hann eigum við einnig að vera samgróin honum með því að rísa upp líkt og hann. Við vitum að okkar gamli maður dó með honum á krossi til þess að líkami syndarinnar yrði að engu og við værum aldrei framar þrælar syndarinnar. Dauður maður er leystur frá syndinni.



Ritningin talar um að lögmálið sé afl syndarinnar. En ef við erum leyst undan syndinni, það er lögmálið sem vekur upp syndina innra með okkur orðið afllaust vegna þess að við lifum nýju lífi í nýjum sáttmála. Lögmálinu var ýtt til hliðar og trú og náð kom. Nú erum við undir náð ekki lögmálinu / boðorðunum 10.

 

Jesaía talar um að hann Drottinn mun hrósa sigri yfir dauðanum fyrir fullt og allt og við munum fagna í frelsun Hans og Drottinn mun taka burt skömm okkar og lækna okkur. Það er talað um sáttmála eins og Abraham hafði við Guð.

 

Það var ekki vegna hlýðni við lögmálið að Abraham og niðjar hans fengu fyrirheitið um að erfa heiminn heldur vegna þeirrar trúar sem réttlætir. Ef erfingjar hans eru þeir einir sem lögmálið halda er sú trú gerð að engu og fyrirheitið verður marklaust. Því lögmálið vekur reiði en þar sem ekkert lögmál er þar eru ekki heldur lögmálsbrot.
Því er fyrirheitið bundið við trúna að það er gefið af náð og á að gilda fyrir alla niðja Abrahams, ekki fyrir þá eina sem hafa lögmálið heldur og fyrir þá sem trúa á Guð á sama hátt og hann.
Trúa án lögmáls.

 

Ef þú ert barn Guðs og trúir að Jesús hafi dáið fyrir syndir þínar, þá ertu frjáls undan syndinni og gamla lífinu og getur verið fullviss um að Guð elskar þig og hefur gleymt og fyrirgefið allar þínar syndir. Hann dæmdi allar þínar syndir í Jesús og þar sem Guð er réttlátur og heilagur getur hann ekki dæmt sömu synd tvisvar. Hann hefur fætt eilífðina innra með okkur, nú göngum við á sannleikanum, tölum út guðlega eðlið sem hann gaf okkur. Hann tók á sig veikindi okkar og syndir, það er lækning, styrkur, hamingja, gleði, blessun og í samfélaginu við Guð Föður í Kristi Jesús.
Í dag segir Guð, ég vil lækna þig, hjálpa þér, sjá fyrir þér, Hann fer fyrir þér í óslitinni sigurför. Við verðum að trúa að Guð sé gefandi Guð annars er vonlaust að trúa á hann.

 

Því meira sem við sjáum Jesús sem þann dýrðar Drottinn sem hann er því meira mun hann breyta okkar og gefa okkur fleiri verk til að gang í. :) Rétt trú býr til rétt verk. Við eigum ekki að horfa á boðorðin og reyna að fylgja þeim, Jesús tók á sig hverja einustu kröfu sem lögmálið hafði á líkama sinn til þess að við gætum lifað nýja lífinu sem Hann dó til að gefa okkur.


Er lögmálið handa þeim sem trúa?

Það er spurning sem ég fæ reglulega.
Spurningin er, Hversvegna segir þú að lögmálið sé ekki í gyldi ef Kristur sagði sjálfur í Matteus 5:17 að lögmálið fellur aldrei úr gyldi.

" Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
Mat 5:18  Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram".

Svar: Kristur kom ekki til að afnema lögmálið heldur uppfylla það. Það er fullkomnað hrópaði Kristur á Krossinum. Hvað er fullkomnað? Lögmálið, Hann fullkomnaði það, Hann uppfyllti hverja þá kröfu sem lögmálið bað um. Það var ekki fyrr en allt var fullkomnað að lögmálinu var ýtt til hliðar og trú og náð kom fyrir Jesús Krist. Við megum ekki gleyma að lesa seinustu setninguna, "uns allt er komið fram". Ef þú trúir á Krist, ekki gera lítið úr verki Hans með því að reina að réttlæta sjálfan þig með eigin bænum og verkum.

Sumir segja við mig, hvað með alla spádómana sem eru ekki komnir fram varðandi t.d. enda tímana? Ef Kristur uppfyllti ekki lögmálið þarft þú að verða mjög upptekinn mjög fljótt og læra hans boð og bönn mjög vel. Í hvernig fötum gengur þú í, vertu viss um að það sé engin ull eða eithvað efni sem þú mátt ekki nota til klæðnaðar, það yrði kannski best að kveikja í fatarskápnum þannig bölvunin komi ekki yfir þig og þitt hús. Hvað ertu að borða, þú mátt ekki borða allt sem þig langar í og margt fleira, þú verður að halda hvert einasta atriði, því þú munt verða að svara fyrir hin minnstu lögmálsbrot. Það er ekki hægt að velja þau boð sem þig líkar vel við og sleppa hinum.

Margir þeir sem fylgja lögmálinu og trúa einhvern veiginn líka á Jesús Krist segja, að við sem trúum á Jesús og tölum djarflega um náð Guðs verðum að óttast Hann meira. Margir halda að óttast Guð sé að fylgja boðorðunum 10. Davið sem var með hjarta eftir Guði og óttaðist Hann, fékk ekki óttan við Guð vegna boðorðana heldur vegna fyrirgefningarinnar.
 
"Psa 130:3  Ef þú, Drottinn, gæfir gætur að misgjörðum, Drottinn, hver fengi þá staðist?
Psa 130:4  En hjá þér er fyrirgefning, svo að menn óttist þig".

Guð er ekki að horfa á misgjörðir okkar eins og við höldum oft. Hver gæti staðist ef Guð einbeitti sér að því að spotta allar okkar syndir. Við fengjum aldrei að réttlætast.
 En Hann kaus að gefa okkur réttlæti fyrir trú á Jesús Krist. Ef þú tekur á móti fyrirgefningu Guðs þá er Hann búinn að fyrirgefa allar þínar syndir frá fyrstu til þeirra seinustu sem þú drýgir fyrir svefninn góða. Þegar þú trúir því, þá færðu ótta Guðs og skilning á verki Hans á krossinum.

Þegar þú dæmir sjálfan þig, þá ertu að krossfesta Krist í annað sinn, Hann var dæmdur fyrir vorar misgjörðir. Þegar þú drýgir synd sjáðu Krist þá á krossinum og vertu viss um að Guð er búinn að refsa þessari synd í syni sínum. Kristur keypti oss undan bölvun lögmálsins með því að verða bölvun fyrir okkur. Trúum góðu fréttunum um Jesús. Hans boð er að trúa Hans verki. Verk Guðs er að Trúa á Hann sem Guð Faðir sendi, Jesús Krist.

Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Ef þú játar með munni þínum að Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið Hann frá dauðum muntu hólpin verða. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú hefur gert, Guð elskar þig í Dag.


Um bloggið

Stefan

Höfundur

Stefan
Stefan
Ég starfa sem kaupmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband