Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Föstudagur, 13. nóvember 2015
Guð þinn
Í dimmu dölunum er Hann einnig Guð þinn.
1 kon 20:23
" Menn Sýrlandskonungs sögðu við hann: "Guð Ísraelsmanna er fjallaguð, þess vegna urðu þeir oss yfirsterkari, en ef vér mættum berjast við þá á jafnsléttu, mundum vér vissulega vinna sigur á þeim."
Í fyrri konungabók 20, lesum við að Sýrland býður ósigur gegn Ísrael. Þá segja ráðgjafar konungs að ástæðan fyrir ósigri þeirra væri sú að þeir börðust á hæðunum. Þeir sögðu, Guð þeirra berst á hæðunum, þess vegna skulum vér og mæta þeim á sléttunum, þar mun Guð þeirra ekki aðstoða þá og Sýrlendingar vinna sigur.
Heimskuleg ráð ekki satt! Þeir héldu að Guð Ísraels hjálpaði þeim bara í hæðunum og fjöllunum en ekki á sléttunum eða í dölunum.
Í dag eru fjöllin táknmynd uppá góðu tímana í okkar lífum og dalirnir eru táknmynd uppá slæmu og erfiðu tímana. Sumir halda að Guð sé bara hjá okkur þegar okkur gengur vel en ekki þegar sækir á gegn okkur. Sumir upplifa að þeir séu algjörlga einir í dölunum og sérstaklega þegar fer að dimma.
Eitt skuluð þér vita, Guð er Guð fjallana en Hann er líka Guð dalanna
Guð Sonurinn lagði til niður kóronu dýrðarinnar, himnesku hátignina og kom niður í dalinn okkar, steig inní mennskan líkama sem lítið barn. Hann kom niður til okkar með þeim tilgangi að deyja á krossinum fyrir syndir okkar, svo að Hann gæti lyft okkur upp til þess sem Guð Faðir hefur fyrir okkur við hægri hönd sína. Jesús kom niður til okkar til þess að klæða okkur dýrð og heiðri og kyrtli réttlætisins og gera okkur að brúði sinni. Það er náð Guðs, að Hann kom niður í dalinn okkar og bjargar okkur.
Hvað sem gengur á í lífum ykkar í dag, vitið Guð er með ykkur í ykkar dal. Hann heldur ykkur í faðmi sér og heldur á ykkur í gegnum dalinn. Sigurinn er nú þegar ykkar. Alveg eins og hjá Ísraelum þegar þeir sigruðu á sléttunum (1 kon 20:28-29). Eins munuð þið bera sigur í erfiðleikum ykkar, því Guð er Guð þinn sama í hvaða dal þú finnur þig í¨!
Föstudagur, 6. nóvember 2015
Algjörlega Fyrirgefin
Efesus 1:7-8
Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi.
Sumir Kristnir trúa því, þótt þeir hafi fyrirgefningu fyrir syndir sínar, þá eru þeir ekki lausir við refsinguna sem fylgir syndinni. Í öðrum orðum þá vænta þeir refsingar frá Guði fyrir mistök sín í lífinu.
Það er ekki fagnaðarerindið að kenna að refsa fyrir syndir sem Guð hefur nú þegar refsað fyrir eða er Guð ekki heilagur?
Ég vil að þið vitið að það er Guð, sem er sá eini sem getur algjörlega full þakkað og skilið blóð sonar síns og meira en það Guð Faðir er algjörlega sáttur við fórn sonar síns, hann er í algjörri hvíld í hjarta sínu gagnvart syndum þínum í dag, hver sem þú ert og hvað sem þú ert búinn að gera. Þess vegna er Hann ekki á móti þér, jafnvel þótt þú fallir og klikkir. Hann er alls ekki á eftir þér til þess að refsa þér fyrir syndir þínar. Nei, Hann elskar þig, Hann er allur fyrir þig og vill hjálpa þér að ganga í sigri í þessu lífi.
Í gamla testamentinu, var blóð hafra og lamba bara tímabundin lausn fyrir syndir þeirra, það blóð fjarlægði ekki syndirnar heldur huldi þær bara í 1 ár. (Heb 10:4).
Blóð Jesús Krists er ekki eins og blóð dýranna sem var fórnað í þá daga! Fyrir eina fórn af eilífðar blóði Sonar Guðs, þá hefur hann fjarlægt eða útrýmt allri synd. (Sálm 103:12) Þetta blóð hefur hreinsað þig af öllu óréttlæti! ( Jóh 1:9) (Síðan segir hann: Ég mun aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota. (Heb 10:17)
Ef Guð ætlar aldrei að minnast synda þinna aftur, afhverju ætti hann að refsa þér fyrir þær?
"fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans". Vegna þess að verk Jesús er fullkomið, allar ykkar syndir hafa verið algjörlega og fullkomlega fyrirgefnar. Og að vera algjörlega fyrirgefin þýðir líka það að refsingin getur ekki fallið á ykkur, því hún hefur nú þegar lent á Kristi Jesús á krossinum. (Jes53:5)
Guð getur ekki refsað sömu synd tvisvar.
Ekki halda í eitt augnablik að Guð sé að refsa ykkur vegna þess að það gengur ekki allt upp eða þið eruð búinn að lenda illa í því. Horfið á Krossinn og vitið að allar ykkar syndir eru fyrirgefnar og það er búið að refsa Jesús fyrir syndir heimsins. Trúið að Guð vill ykkur vel. Kristur sagði þegar einhver bað Hann um lækningu, Meistari, viltu lækna mig, Jesús svaraði, Ég vil, verð heill.
Í dag vill Jesús lækna þig og hann vill vera Guð þinn, vinur þinn og lausnari þinn.
Laugardagur, 31. október 2015
Lögmálið afl syndarinnar
Eða vitið þið ekki að við öll, sem skírð erum til Krists Jesú, erum skírð til dauða hans? Við erum því dáin og greftruð með honum í skírninni. Og eins og faðirinn vakti Krist frá dauðum með dýrðarmætti sínum, eins eigum við að lifa nýju lífi.
Nýja lífið er ekki meðvitað um synd heldur réttlæti Krists.
Fyrst við erum samgróin honum með því að deyja líkt og hann eigum við einnig að vera samgróin honum með því að rísa upp líkt og hann. Við vitum að okkar gamli maður dó með honum á krossi til þess að líkami syndarinnar yrði að engu og við værum aldrei framar þrælar syndarinnar. Dauður maður er leystur frá syndinni.
Ritningin talar um að lögmálið sé afl syndarinnar. En ef við erum leyst undan syndinni, það er lögmálið sem vekur upp syndina innra með okkur orðið afllaust vegna þess að við lifum nýju lífi í nýjum sáttmála. Lögmálinu var ýtt til hliðar og trú og náð kom. Nú erum við undir náð ekki lögmálinu / boðorðunum 10.
Jesaía talar um að hann Drottinn mun hrósa sigri yfir dauðanum fyrir fullt og allt og við munum fagna í frelsun Hans og Drottinn mun taka burt skömm okkar og lækna okkur. Það er talað um sáttmála eins og Abraham hafði við Guð.
Það var ekki vegna hlýðni við lögmálið að Abraham og niðjar hans fengu fyrirheitið um að erfa heiminn heldur vegna þeirrar trúar sem réttlætir. Ef erfingjar hans eru þeir einir sem lögmálið halda er sú trú gerð að engu og fyrirheitið verður marklaust. Því lögmálið vekur reiði en þar sem ekkert lögmál er þar eru ekki heldur lögmálsbrot.
Því er fyrirheitið bundið við trúna að það er gefið af náð og á að gilda fyrir alla niðja Abrahams, ekki fyrir þá eina sem hafa lögmálið heldur og fyrir þá sem trúa á Guð á sama hátt og hann.
Trúa án lögmáls.
Ef þú ert barn Guðs og trúir að Jesús hafi dáið fyrir syndir þínar, þá ertu frjáls undan syndinni og gamla lífinu og getur verið fullviss um að Guð elskar þig og hefur gleymt og fyrirgefið allar þínar syndir. Hann dæmdi allar þínar syndir í Jesús og þar sem Guð er réttlátur og heilagur getur hann ekki dæmt sömu synd tvisvar. Hann hefur fætt eilífðina innra með okkur, nú göngum við á sannleikanum, tölum út guðlega eðlið sem hann gaf okkur. Hann tók á sig veikindi okkar og syndir, það er lækning, styrkur, hamingja, gleði, blessun og í samfélaginu við Guð Föður í Kristi Jesús.
Í dag segir Guð, ég vil lækna þig, hjálpa þér, sjá fyrir þér, Hann fer fyrir þér í óslitinni sigurför. Við verðum að trúa að Guð sé gefandi Guð annars er vonlaust að trúa á hann.
Því meira sem við sjáum Jesús sem þann dýrðar Drottinn sem hann er því meira mun hann breyta okkar og gefa okkur fleiri verk til að gang í. :) Rétt trú býr til rétt verk. Við eigum ekki að horfa á boðorðin og reyna að fylgja þeim, Jesús tók á sig hverja einustu kröfu sem lögmálið hafði á líkama sinn til þess að við gætum lifað nýja lífinu sem Hann dó til að gefa okkur.
Um bloggið
Stefan
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar